Óvænt ólétta, tvíburameðganga og missir

Þetta eru mest lesnu viðtölin á fjölskylduvef mbl.is árið 2023!
Þetta eru mest lesnu viðtölin á fjölskylduvef mbl.is árið 2023! Samsett mynd

Árið 2023 birtust fjölbreytt og áhugaverð viðtöl við foreldra á fjölskylduvef mbl.is. Eftirfarandi fimm viðtöl vöktu þó hve mesta athygli lesenda á árinu!

Camilla Hjördís Samúelsdóttir

Viðtalið sem vakti helst athygli lesenda fjölskylduvefs mbl.is var viðtal við hina tvítugu Camillu Hjördísi Samúelsdóttur. Hún eignaðist sitt fyrsta barn ásamt eiginmanni sínum í mars síðastliðnum, en aðeins tveimur mánuðum eftir fæðinguna komst Camilla að því að hún væri orðin ófrísk aftur.

Gréta Rut Bjarnadóttir

Viðtal við Grétu Rut Bjarnadóttur vakti einnig mikla athygli, en hún sagði frá því þegar henni og sambýlismanni hennar var tilkynnt á 29. viku meðgöngu með þeirra fyrsta barn að það væri látið í móðurkviði. Gréta fæddi andvana dreng degi síðar sem hlaut nafnið Hinrik Leó.

Theja Lank­at­hilaka 

Theja Lankathilaka var nýkomin heim af vökudeild með tvíbura sína eftir 22 daga dvöl þegar hún mætti í viðtal á fjölskylduvef mbl.is í nóvember. Hún sagði frá ferlinu allt frá því hún komst að því að hún ætti von á tvíburum, krefjandi meðgöngu og bráðakeisara eftir sónarskoðun.

Karitas Harpa Davíðsdóttir

Viðtal við Karitas Hörpu Davíðsdóttur vakti einnig athygli lesenda. Hún sagði frá því þegar hún og sambýlismaður hennar fluttu til Reyðarfjarðar með fjölskyldu sína og hvernig það væri að ala upp þrjú börn í litlu bæjarfélagi.

Ása Dóra Finnbogadóttir

Viðtal við Ásu Dóru Finnbogadóttur vakti líka lukku meðal lesenda. Ása hafði gengið í gegnum ýmis áföll, þar á meðal fósturmissi og fráfall maka síns, þegar hún ákvað á 49. aldursári að gera lokatilraun til barneigna og fór til Riga í Lettlandi þar sem fósturvísir var settur upp. Hún varð í kjölfarið ófrísk að dóttur sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda