Fjóla og Ívar eignuðust dreng

Fjóla Sigurðardóttir og Ívar Örn Árnason eru orðnir foreldrar.
Fjóla Sigurðardóttir og Ívar Örn Árnason eru orðnir foreldrar. Skjáskot/Instagram

Fjóla Sigurðardóttir, fyrrverandi stjórnandi hlaðvarpsins Eigin konur, og knattspyrnumaðurinn Ívar Örn Árnason eignuðust son 9. janúar síðastliðinn. Drengurinn er fyrsta barn parsins saman. 

Parið deildi gleðifregnunum í sameiginlegri færslu á Instagram með fallegri myndaröð, en við færsluna skrifuðu þau fæðingardaginn. 

„18 ára samningur við efnilegan leikmann“

Fjóla og Ívar sögðu frá því að þau ættu von á barni saman í júní 2023 á skemmtilegan máta. 

„Félagskiptaglugginn opnaði fyrr í H3 og við höfum gert 18 ára samning við mjög efnilegan leikmann sem kemur til leiks snemma í janúar. Ekki er vitað um þyngd, hæð né kyn leikmannsins eins og stendur en fleiri upplýsingar verða tilkynntar seinna,“ skrifuðu þau, en Ívar spilar með KA á Akureyri og Fjóla spilaði áður með Fram. 

Fjölskylduvefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál