Sakar þau um að kaupa sér vinsældir barnanna

Shanna Moakler, Travis Barker og Kourtney Kardashian.
Shanna Moakler, Travis Barker og Kourtney Kardashian. Samsett mynd

Shanna Moakler, fyrrverandi eiginkona og barnsmóðir Travis Barkers, sakar hann um að kaupa sér hylli barnanna með dýrum gjöfum og upplifunum sem hún hefur ekki efni á.

Þau voru gift í fjögur ár og saman eiga þau börn sem eru 18 og 20 ára. 

Í nýjum hlaðvarpsþætti segir hún hann eiga við drykkjuvanda.

„Hann gerði mér töluverðan grikk. Áfengisvandamálin, fíknin og kvensemin,“ sagði Moakler í hlaðvarpsþættinum Bunnie XO's Dumb Blonde. Þá segir hún að fjölskylda núverandi eiginkonu hans, Kourtney Kardashian, sé ógeðsleg.

Hún sakar Barker einnig um að snúa börnunum gegn sér.

„Farið og gerið það sem þið þurfið að gera. Þegar þið eruð tilbúin þá verð ég hér og elska ykkur skilyrðislaust,“ sagði hún til barna sinna. „Ég verð hér sem móðir ykkar og mun bíða. Það er það sem ég gerði.“

„Hann vildi alltaf vera ofurpabbi. Ég er bestur og allt það. Já þú vinnur, þú átt allan peninginn.“

Moakler trúir því að börnin hafi hrifist af frægðinni og hún geti ekki keppt við það.

„Það var mikið um frægð og glamúr. Þau horfðu á þau í sjónvarpinu og nú er pabbi þeirra hluti af þessum heimi og þau verða með í sjónvarpsþáttunum. Ég held að þau hafi hrifist með þessu öllu. Það gerist með unga krakka.“

„Þau eru að kaupa merkjavörur handa þeim og taka þau með á viðburði þar sem þau hitta Kanye. Allt þetta stóra. Ég get ekki gefið þeim það. Ég hef ekki aðgang að slíku. Ég á ekki peninga til þess að gera slíka hluti. Ég get ekki keypt Prada vörur aðra hvora viku. Ég get það ekki.“

„Húsið mitt er ekki höll eins og hjá Travis. Ég á ekki bíósal. Ég á ekki golfbíla fyrir krakkana að keyra um á.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda