Hlaupaparið Kári Steinn Karlsson og Aldís Arnardóttir eignuðust tvíburadrengi 8. janúar síðastliðinn. Fyrir eiga þau tvo drengi sem eru Arnald sem er sex ára og Eystein sem er þriggja ára.
Kári á að baki glæstan hlaupaferil og er einn farsælasti hlaupari landsins, en hann keppti meðal annars í maraþonhlaupi á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. Aldís er yfirmaður verslunarsviðs 66° Norður, en hún hefur tekið þátt í ýmsum hlaupakeppnum hérlendis og stýrt hlaupahópum hjá World Class.
Aldís deildi gleðifregnunum í færslu á Instagram. „Teitur Örn og Högni Karl mættu í heiminn þann 8. janúar eftir tæplega 35 vikna meðgöngu og fullkomnuðu þar með strákahópinn okkar. Báðir hraustir og flottir, um 11 merkur og 47 cm og almennt bara alveg eins að mati okkar foreldranna,“ skrifaði hún við fallega mynd af drengjunum.
Fjölskylduvefurinn óskar þeim innilega til hamingju!