Það eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga varðandi kynlíf eftir fæðingu. Líkaminn er að ganga í gegnum miklar breytingar sem hefur bæði áhrif á löngun og þægindi.
Talað er um að það taki að minnsta kosti sex vikur fyrir líkamann að aðlagast breyttum aðstæðum. Betra er að fara hægt af stað og gott er að báðir aðilar séu meðvitaðir um ýmis atriði.
„Par ætti að forðast það að stunda kynlíf í sex vikur eftir fæðingu. Þessi hvíldartími er mikilvægur fyrir líkama konunnar, sérstaklega svo að kynfærin fái tíma til þess að jafna sig og gróa,“ segir kvensjúkdómalæknirinnn Astha Dayal í viðtali við Health Shots.
Þá leggur The American Pregnancy Association til þess að beðið sé í að minnsta kosti fjórar vikur með kynlíf til þess að minnka líkur á sýkingu í legi eða blæðingar innvortis. Þær sem fóru í keisaraskurð eða rifnuðu ættu að bíða í að lágmarki sex vikur.
Sérfræðingar mæla með að fólk leggi meiri áherslu á forleik eftir barnsburð. Skapa skal rólegt andrúmsloft og leggja áherslu á tílfinningaleg tengsl frekar en einhvern hamagang.
Nudd, munúðarfull snerting og hrós gera upplifunina betri. Með þolinmæðina í fyrirrúmi er hægt að hlúa að sambandinu með líkamlegri nánd. Ef sársauki gerir vart við sig þá er mælt með að leita til læknis eftir ráðgjöf.
Það á alltaf að nota getnaðarvarnir. Sérstaklega ef maður vill ekki eignast annað barn strax. Kona getur í raun alltaf orðið ólétt. Líka stuttu eftir barnsburð.
Grindarbotnsæfingar eru mikilvægar fyrir gott kynlíf. Það tekur tíma að þjálfa upp grindarbotninn að nýju og mælt er með að taka 15 mínútur á dag í þær. Samkvæmni gerir gæfumuninn.