Þetta þurfa allir að vita um grindargliðnun

Gummi kíró birti áhugavert fræðslumyndband um grindargliðnun!
Gummi kíró birti áhugavert fræðslumyndband um grindargliðnun! Samsett mynd

Kírópraktor­inn Guðmund­ur Birk­ir Pálma­son, bet­ur þekkt­ur sem Gummi kíró, birti á dögunum áhugavert fræðslumyndband um grindargliðnun á meðgöngu.

Í myndbandinu útskýrir Guðmundur hvað grindargliðnun er og af hverju það sé algengt að hún hrjái ófrískar konur. Í lokin fer hann yfir nokkrar styrktaræfingar sem hann mælir með fyrir ófrískar konur.

„Mig langar svo að ræða grindargliðnun af því ef þú ert ófrísk og ert komin með einhver óþægindi eða einhverja verki í bakið þá eru að öllum líkindum komnar bólgur í spjaldhrygginn,“ segir Guðmundur og útskýrir svo betur hvar spjaldhryggurinn er. 

„Spjaldhryggurinn er þetta stóra bein hérna sem tengist út í mjaðmirnar og upp í mjóhrygginn og það eru tveir spjaldhryggsliðir.“

Verkirnir geti orðið óbærilegir

Guðmundur segir frá því að á meðgöngu sé hormón sem heitir relaxin sem fer inn í blóðrásina og mýkir upp öll liðbönd í kringum grindina og í raun í öllum líkamanum. „Þannig orðið grindargliðnun er í rauninni eðlilegt ástand, en grindargliðnun er oftast notað þegar konur á meðgöngu fá verki í bakið,“ segir hann. 

„Þessir verkir koma þegar það koma bólgur í kringum spjaldliðina út af ójafnvægi á milli hægri og vinstri hliðar, þ.e.a.s. að önnur hliðin er stífari en hin og þá skapast þetta ójafnvægi. Þá koma bólgur í spjaldhrygginn og geta leitt út í mjaðmirnar og upp í bakið, og á endanum út í lífbein og þá geta verkir orðið óbærilegir,“ bætir hann við. 

Að lokum segist Guðmundur oft vera spurður hvaða æfingar konur geti gert á meðgöngu og sýnir fimm mismunandi styrktaræfingar með lóð. Þar á meðal eru æfingar eins og hnébeygja, réttstöðulyfta á öðrum fæti og mjaðmalyfta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda