Brynhildur eignaðist dóttur: Aldrei rétti tíminn

Brynhildur er orðin móðir.
Brynhildur er orðin móðir. Skjáskot/Instagram

Áhrifa­vald­ur­inn Bryn­hild­ur Brá Gunn­laugs­dótt­ir eignaðist dótt­ur í des­em­ber. Bryn­hild­ur greindi frá komu dótt­ur sinn­ar í hlaðvarpsþætt­in­um Gellukast. Í þætt­in­um ræðir hún við vin­konu sína Söru Jasmín Sig­urðardótt­ur. 

„Ég var ólétt og átti núna 4. des,“ sagði Bryn­hild­ur. Bryn­hild­ur eignaðist stúlku en hún seg­ir að hún hafi ákveðið að op­in­bera ekki komu dótt­ur sinn­ar eða birta mynd­ir af henni á net­inu. 

Dótt­ir henn­ar fékk nafnið Arí­ela Bryn­hild­ar­dótt­ir. 

Langaði að verða ung móðir

Hún seg­ir að fólk þurfi ekki að vera hrætt við að eign­ast barn. Hún átti þó góða meðgöngu og allt í lagi fæðingu. „Það er aldrei rétti tím­inn til að gera þetta, það var þannig séð ekki plan að verða ólétt en mig langaði alltaf að verða ung móðir.“

Fjöl­skyldu­vef­ur mbl.is ósk­ar Bryn­hildi til ham­ingju með móður­hlut­verkið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda