Brynhildur eignaðist dóttur: Aldrei rétti tíminn

Brynhildur er orðin móðir.
Brynhildur er orðin móðir. Skjáskot/Instagram

Áhrifavaldurinn Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir eignaðist dóttur í desember. Brynhildur greindi frá komu dóttur sinnar í hlaðvarpsþættinum Gellukast. Í þættinum ræðir hún við vinkonu sína Söru Jasmín Sigurðardóttur. 

„Ég var ólétt og átti núna 4. des,“ sagði Brynhildur. Brynhildur eignaðist stúlku en hún segir að hún hafi ákveðið að opinbera ekki komu dóttur sinnar eða birta myndir af henni á netinu. 

Dóttir hennar fékk nafnið Aríela Brynhildardóttir. 

Langaði að verða ung móðir

Hún segir að fólk þurfi ekki að vera hrætt við að eignast barn. Hún átti þó góða meðgöngu og allt í lagi fæðingu. „Það er aldrei rétti tíminn til að gera þetta, það var þannig séð ekki plan að verða ólétt en mig langaði alltaf að verða ung móðir.“

Fjölskylduvefur mbl.is óskar Brynhildi til hamingju með móðurhlutverkið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál