Sandra Erlings og Daníel eiga von á barni

Sandra Erlingsdóttir og Daníel Ingason verða foreldrar í lok sumars.
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Ingason verða foreldrar í lok sumars. Skjáskot/Instagram

Handboltastjörnurnar Sandra Erlingsdóttir og Daníel Ingason eiga von á sínu fyrsta barni saman. 

Sandra og Daníel eru bæði atvinnumenn í handbolta og eru búsett í Þýskalandi þar sem Sandra leikur með Tus Metz­ingen í þýsku úr­vals­deild­inni og Daníel með Balingen. Þau hafa bæði spilað með íslenska landsliðinu á ferli sínum, en undanfarin ár hefur Sandra verið lykilmaður íslenska kvennalandsliðsins og var valin handknattleikskona ársins 2023 af HSÍ.

Þau greindu frá gleðifregnunum á Instagram í sameiginlegri færslu með yfirskriftinni: „Ágúst '24.“ Með færslunni birtu þau mynd af tveimur samfellum með númerum treyjanna sem verðandi foreldrarnir spila í og sónarmynd. 

Fjölskylduvefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda