Sandra Erlings og Daníel eiga von á barni

Sandra Erlingsdóttir og Daníel Ingason verða foreldrar í lok sumars.
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Ingason verða foreldrar í lok sumars. Skjáskot/Instagram

Hand­bolta­stjörn­urn­ar Sandra Erl­ings­dótt­ir og Daní­el Inga­son eiga von á sínu fyrsta barni sam­an. 

Sandra og Daní­el eru bæði at­vinnu­menn í hand­bolta og eru bú­sett í Þýskalandi þar sem Sandra leik­ur með Tus Metz­ingen í þýsku úr­vals­deild­inni og Daní­el með Bal­ingen. Þau hafa bæði spilað með ís­lenska landsliðinu á ferli sín­um, en und­an­far­in ár hef­ur Sandra verið lyk­ilmaður ís­lenska kvenna­landsliðsins og var val­in hand­knatt­leiks­kona árs­ins 2023 af HSÍ.

Þau greindu frá gleðifregn­un­um á In­sta­gram í sam­eig­in­legri færslu með yf­ir­skrift­inni: „Ágúst '24.“ Með færsl­unni birtu þau mynd af tveim­ur sam­fell­um með núm­er­um treyj­anna sem verðandi for­eldr­arn­ir spila í og són­ar­mynd. 

Fjöl­skyldu­vef­ur­inn ósk­ar þeim inni­lega til ham­ingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda