Sofia Richie á von á barni

Sofia Richie og Elliot Grainge eiga von á sínu fyrsta …
Sofia Richie og Elliot Grainge eiga von á sínu fyrsta barni. Skjáskot/Instagram

Fyrirsætan Sofia Richie er ófrísk að sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum Elliot Grainge. 

Richie tilkynnti gleðifregnirnar í viðtali við tískutímaritið Vogue, en þar segir hún hjónin eiga von á stúlku og að hún sé gengin sex mánuði á leið. Þá segir hún þau einnig hafa tekið ákvörðun um að bíða með að tilkynna óléttuna. 

„Það er hræðsla sem fylgir meðgöngunni. Ég áttaði mig ekki á því að það væru svona margir áfangar sem maður þyrfti að ná og svo mörg próf sem þarf að taka. Það var mjög mikilvægt fyrir mig að vernda geðheilsu okkar og gefa okkur hjónunum pláss,“ útskýrði hún. 

Richie birti myndir úr myndatöku fyrir tímaritið á Instagram og skrifaði: „Hjörtu okkar eru full af svo mikilli ást! Svo þakklát fyrir allan stuðninginn frá ykkur! Get ekki beðið eftir þessum næsta kafla í lífinu.“

Giftu sig á frönsku riveríunni

Richie og Grainge byrjuðu saman í apríl 2021 og trúlofuðu sig ári síðar. Þau gengu svo í það heilaga við glæsilega athöfn á frönsku riveríunni í apríl 2023 þar sem öllu var tjaldað til. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda