Hugrún Elvarsdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins, og knattspyrnumaðurinn Leifur Andri Leifsson eiga von á barni.
Þau tilkynntu gleðifregnirnar í sameiginlegri færslu á Instagram með yfirskriftinni: „Lítið ljón mætir til leiks í sumar.“ Með færslunni deildu þau fallegu myndbandi.
Hugrún starfar sem verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins á samkeppnis- og efnahagssviði en samhliða því er hún varaformaður og verkefna- og fræðslustjóri hjá félaginu Ungar athafnakonur (UAK). Hugrún spilaði einnig fótbolta í efstu deild í tíu ár, en á ferli sínum lék hún með Stjörnunni, FH og ÍH.
Leifur spilar með HK í Bestu deild karla í knattspyrnu og hefur verið lykilmaður félagsins um langt árabil.
Fjölskylduvefurinn óskar þeim innilega til hamingju!