Keppti í fegurðarsamkeppni með nýfætt barn

Neeleman naut sín í keppninnni
Neeleman naut sín í keppninnni Skjáskot/Instagram

Bandaríska samfélagsmiðlastjarnan Hannah Neeleman keppti í fegurðarsamkeppninni Mrs. World, sem haldin var 21. janúar, en rúmum tveimur vikum fyrir keppnina fæddi hún sitt áttunda barn.

Mrs. World er fegurðarsamkeppni fyrir giftar konur. Keppnin er haldin árlega og geta konur hvaðan af úr heiminum tekið þátt, en Neeleman er sjálf frá Utah-ríki í Bandaríkjunum. Hin þýska Julia Schnelle sigraði keppnina.

Ekki með flatan maga

Neeleman er gríðarlega vinsæl á Instagram en þar er hún með tæpar níu milljónir fylgjenda. Hún leyfði fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með keppnisferlinu.

Í viðtal við New York Times segir Neeleman að eðlilega sé hún ekki með flatan maga svo stuttu eftir að hafa eignast barn, en keppendur í Mrs. World þurfa að koma fram í sundfötum. Að eignast barn sé ekki eitthvað til að skammast sín fyrir. 

Neeleman ásamt nýfæddu barni sínu.
Neeleman ásamt nýfæddu barni sínu. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda