Dóttir Hildar og Sigurðar mætti óvænt í heiminn

Hildur María Leifsdóttir og Sigurður Jakob Helgason eiga von á …
Hildur María Leifsdóttir og Sigurður Jakob Helgason eiga von á sínu fyrsta barni saman. Samsett mynd

Fyrrverandi fegurðardrottningin og handboltakonan Hildur María Leifsdóttir og kærasti hennar Sigurður Jakob Helgason eignuðust dóttur þann 4. febrúar síðastliðinn. Stúlkan er fyrsta barn parsins og kom í heiminn fjórum vikum fyrir settan dag. 

Hild­ur María bar sig­ur úr být­um í Miss Uni­verse Ice­land árið 2016 og keppti fyr­ir Íslands hönd í Miss Uni­verse ári síðar.

„Fæðingin gekk upp og niður og í allar áttir“

Parið deildi gleðifregnunum í sameiginlegri færslu á Instagram þar sem þau sögðu frá aðdraganda fæðingarinnar. 

„Foreldrarnir voru ekki tilbúnir, íbúðin var ekki tilbúin, barnaherbergið var ekki tilbúið, heimfarasettið var ekki tilbúið, óléttu myndatakan var ekki búin, barna vagninn ekki kominn, barnabókin hafði ekki verið lesin, bleyjur höfðu ekki verið keyptar, bílstóllinn ekki settur upp í bíl, og svo lengi mætti telja… En hún dóttir okkar var svo sannarlega tilbúin og mætti óvænt í heiminn á sunnudaginn 4. Febrúar, 4 vikum fyrir settan dag.

Hún hefur því annaðhvort fengið lélega tímaskyn móður sinnar, eða þá þráhyggju föður síns um að þurfa alltaf að mæta á undan öllum, en einungis tíminn mun leiða það í ljós.

Það var á rólegum laugardags morgni að Hildur missti vatnið án nokkurs fyrirvara. Við tók smá hasar sem innihélt m.a. sjúkrabílaferð upp á fæðingardeild, en litla hafði nefninlega ekki skorðað sig og var Hildur því í framhaldi sett af stað. Fæðingin gekk upp og niður og í allar áttir, og stóð Hildur sig svo einstaklega vel á öllum stundum að ég átti vart til orða. Krafturinn, hugrekkið og styrkurinn sem hún sýndi er erfitt að lýsa með góðum hætti en það voru algjör forréttindi að horfa upp á hana og eiga þessa stund með henni, en ég átti afar erfitt með að halda aftur að tárunum þegar ég fylgdist með og studdi þetta hörkutól sem hún er.

Nýja fjölskyldan eyddi þremur fyrstu nóttum sínum upp á fæðingardeild svo hægt væri að fylgjast með litlu, en fórum loks heim í dag með full heilbrigða prinsessu,“ skrifuðu þau og birtu fallega myndaröð af dóttur sinni og fjölskyldunni á fæðingadeildinni. 

Fjölskylduvefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

View this post on Instagram

A post shared by Hildur Maria (@hildurmariaa)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda