Skopp hvetur krakka til að lesa

Það er alltaf gott að grípa í bók.
Það er alltaf gott að grípa í bók. Samsett mynd

Þessa dagana stendur yfir lestrarátak á vegum Trampólíngarðsins Skopp á Dalvegi og vill starfsfólk Skopp hvetja duglega krakka í 1. og 2. bekk til að æfa sig í lestri.

Lestrarátakið er sáraeinfalt og felur í sér jákvæða hvatningu. Allir krakkar sem lesa heima í heila viku fá að skoppa frítt í Skopp á Dalvegi í verðlaun fyrir dugnaðinn, dagana 26. til 29. febrúar. 

„Ungir og kraftmiklir krakkar eru í raun hjartað í viðskiptavinahópi okkar í Skopp. Undanfarin misseri og ár hefur verið mikil umræða um lestur ungmenna og viljum við leggja okkar af mörkum til að hvetja til aukins heimalesturs,“ segir Þórey Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri Skopp. 

Hvernig tek ég þátt í lestrarátakinu?

„Það eina sem þú þarft að gera er að lesa heima í heila viku og þá mátt þú bóka frítt skopp á vefsíðunni okkar. Þegar þú kemur að skoppa þá mætir þú með lestrarbókina þína eða kvittanaheftið sem er stimplað í, í skólanum, og sýnir starfsfólkinu okkar í afgreiðslunni,“ útskýrir Þórey.

„Við viljum hvetja alla krakka til að taka þátt í lestrarátakinu og vera dugleg að lesa heima. Það margborgar sig að æfa sig og efla lestrarfærina, hún er svo góður grunnur til framtíðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál