Áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir og kærasti hennar Benedikt Bjarnason fengu sér nýjan hvolp á dögunum.
Sunneva segir frá gleðitíðindunum á samfélagsmiðlum í kvöld, en hvolpurinn litli hefur fengið nafnið Romeo. Romeo er ljós á lit og passar vel við litapallettuna á heimili Sunnevu og Benedikts.
Fyrir á Sunneva hundinn Bruce og setti hún inn myndband af þeim bræðrum að kynnast.