Ljós og sumarleg fermingarföt eru áberandi í ár og eru hvítu kjólarnir eins og vorboðinn ljúfi. Áður en fjárfest er í fermingardressi má velta því fyrir sér hvort hægt sé að nota skóna í skólann eða á næsta balli í félagsmiðstöðinni.
Hér fyrir neðan má sjá kjóla, samfestinga, skyrtur og buxur sem geta nýst vel á fermingardaginn. Einnig er að finna flotta skó og yfirhafnir.
Fermingarstúlkur
Hvítir og svartir blúndurkjólar hjá Vila og Vero Moda.
Fermingarkjóll fyrir bóhemfermingartýpuna. Þessi kjóll er hálfgegnsær og síður og sker sig þannig frá öðrum kjólum. Kjóllinn fæst í Júník og kostar 14.990 kr.
Það er skemmtilegt að breyta til og fermast í samfestingi, buxurnar eru svartar og toppurinn er hvítur. Samfestingurinn kostar 14.900 og fæst í Cosmo.
Fermingarkjóll í fallegu mynstri frá Hildi Yeoman. Kjóllinn kostar 45.900 kr.
Falleg dragt er alltaf klassískt val þegar kemur að fermingarfötum.
Fullkominn fermingarkjóll frá spænska merkinu Zöru. Kjóllinn kostar 6.995 kr.
Víður kjóll með dúskaböndum gefur frjálslegt yfirbragð um leið og hann er sparilegur. Hann fæst í Galleri 17 og kostar 12.995 kr.
Grænt plíserað satínpils frá Karl Lagerfeld sem minnir á vorið. Pilsið kostar 14.900 og fæst í Englabörnunum.
Þessi fallegi jakki er sætur yfir ermalausa kjóla. Hann fæst Kjólum og konfekti og kostar 9.990 kr.
Ekta fermingarkjóll. Rómantískur og lekker. Þessi fermingarkjóll fæst í Júník og kostar 14.990 kr.
Það er nauðsynlegt að vera ekki bara á kjólnum í fermingunni. Þessi pels fæst í Galleri 17 og kostar 12.995 kr.
Fermingardrengir
Fermingartískan í Bestseller.
Hvít skyrta klikkar ekki. Það er óþarfi að kaupa jakka þegar skyrtan er falleg. Þessi skyrta frá Ralph Lauren fæst í Englabörnunum og kostar 14.990 kr.
Ljósar khaki buxur frá Polo Ralph Lauren. Buxurnar fást í Englabörnin og kosta 16.990 kr.
Ljósbláar skyrtur passa vel fyrir fermingarnar. Þessi fæst í Zöru og kostar 7.995 kr.
Fermingarbuxurnar þurfa ekki að vera bláar eða svartar. Þessar grænu buxur eru frá merkinu Les Deux og fást í Herragarðinum. Buxurnar kosta 16.980 kr.
Strigaskór og hælaskór
Fallega bleikir fermingarskór sem passa vel við hvítan kjól. Þessir skór fást í Bossanova og kosta 10.900 kr.
Hvítir Nike Air Jordan skór passa vel við hvíta skyrtu og bláar buxur. Hægt er að nota strigaskóna áfram. Þessir fást í Air og kosta 30.995 kr.
Klassískir hvítir fermingarskór frá Jódísi. Þessir eru með góðum hæl og fallegum böndum. Skórnir fást á skor.is og kosta 22.995 kr.
Flottir strigaskór sem passa við hvítan og bleikan kjól. Skóna er hægt að nota áfram hversdags. Skórnir fást í Smash Urban og kosta 18.995 kr.