Brynhildur opnar sig um fæðinguna

Brynhildur Gunnlaugsdóttir varð móðir þann 4. desember síðastliðinn.
Brynhildur Gunnlaugsdóttir varð móðir þann 4. desember síðastliðinn. Skjáskot/Instagram

Áhrifavaldurinn Brynhildur Gunnlaugsdóttir eignaðist dóttur þann 4. desember síðastliðinn með kærasta sínum, körfuboltamanninum Dani Koljanin. Dóttirin fékk nafnið Aríela Brynhildardóttir.

Brynhildur sagði ekki frá því að hún væri ófrísk né frá komu dóttur sinnar fyrr en tæpum tveimur mánuðum eftir fæðinguna í hlaðvarpsþættinum Gellukast sem hún heldur úti ásamt vinkonu sinni Söru Jasmín Sigurðardóttur. 

Gekk tvær vikur fram yfir settan dag

Í nýjasta hlaðvarpsþætti vinkvennanna sagði Brynhildur frá fæðingarsögunni, en hún var gengin tvær vikur fram yfir settan dag þegar hún var sett af stað. 

„Byrjum bara frá byrjun. Ég semsagt fór tvær vikur yfir settan dag þannig ég var komin 42 vikur sem var helvíti pirrandi. Þannig ég var semsagt sett af stað sem þýðir „basically“ að þú færð eitthvað í æð sem á að hjálpa samdráttunum að kikka inn,“ útskýrir Brynhildur í þættinum. 

„Daginn sem ég átti að vera sett af stað þá byrja ég að fá einhverja smá samdrætti og þeir voru geðveikt slæmir svona strax fannst mér einhvern veginn, þannig við fórum upp á sjúkrahús,“ segir hún en bætir svo við að ekkert hafi gerst eftir það og því hafi hún verið send heim. 

„Hún var semsagt búin að skorða sig, en svo „un-skorðaði“ hún sig og ég var bara svona: „Ohhh“ af því að það er vesen ef hún er ekki búin að skorða sig og þú missir vatnið, þá þarftu bara að setjast niður og sjúkrabíllinn þarf bara að koma, þú mátt ekki labba eða neitt,“ útskýrir hún.

„Já, þetta er ekki alveg eðlilegt“

Brynhildur segir þetta hafa endurtekið sig þrisvar sinnum, en svo rétt áður en hún mætti upp á sjúkrahús aftur hafi barnið verið búið að skorða sig aftur. 

„Þegar við mættum upp á sjúkrahús þá fór ég strax í einhvern svona „mónitor“ og hún líka, og það fyrsta sem gellan segir eða hjúkkan er bara eitthvað svona: „Já, þetta er ekki alveg eðlilegt“,“ rifjar hún upp. 

„Svo bara næsta sem ég veit að þá er ég komin í annað herbergi og það eru svona átta hjúkkur í kringum mig bara að stinga út um allt,“ bætir hún við, en hún segir atburðarrásina hafa verið snögga frá því hún mætti upp á sjúkrahús og þar til hún var komin í allskyns test.

„Þá voru þau „basically“ að tjékka hvort ég þyrfti að fara í keisara út af því að hjartslátturinn hennar var eitthvað lár ... næstu 25 tímarnir voru svo bara þessi sama saga, hún droppaði og þá var gert eitthvað go svo fór hún aftur upp og hann jafnaðist endalaust, og svo var ég sett af stað þarna með þessu í æð, einhverju efni, og urðu mínir samdrættir bara fokking ógeðslegir, bara þú veist eftir annan samdráttinn þá var ég bara: „Heyrðu ókei, gefðu mér þessa fokking mænudeyfingu sko“,“ segir Brynhildur.

„Hún var æði mænudeyfingin“

Þá segir Sara Jasmín að Brynhildur sé með mjög háan sársaukaþröskuld og tekur dæmi. „Þú varst bara nýbúin í júllum og þú varst bara farin í ræktina bara viku seinna,“ segir hún. 

„Ég fann ekkert fyrir því, er einmitt með galið háan sársaukaþröskuld, þannig að þetta var bara „crazy“,“ svarar Brynhildur. 

Að sögn Brynhildar gekk mænudeyfingin vel. „Hún var æði mænudeyfingin ... þú veist, ef ég myndi gera þetta aftur þá er ég alveg bókað að fara strax í það sko. Ég meina, eftir að það var búið þá var ég bara eitthvað: „Af hverju gera þetta ekki bara allir?“ Þetta var bara æði, þá fann ég varla neitt, þú finnur bara eiginlega ekki neitt þá, sem er galið því þetta er svo fokking mikill sársauki,“ útskýrir hún. 

„Ókei, heyrðu, ég er komin með nóg ... “

Brynhildur segist hafa farið í fjölda prófana og að í mörgum tilfellum hafi litlu munað að hún yrði send í keisara, en hún hafi þó rétt sloppið við það. 

„Ástæðan af hverju ég þurfti alltaf að vera fá þetta í æð sem setti mig af stað var af því að mínir samdrættir voru ekki að fokking gera neitt ... það var ekkert að opnast „the cervix“ (leghálsinn) þannig að ég var föst t.d. í sjö geðveikt lengi,“ segir Brynhildur.

„Svo bara er vakið mig klukkan fimm og þá var hún bara eitthvað: „Heyrðu, þú mátt bara byrja að ýta“ og þá var ég bara eitthvað: „Ókei, heyrðu, ég er komin með nóg“ ... þannig ég ýtti henni út á fimm mínútum, eða tíu mínútum eða eitthvað, ég man það ekki, en það var allavega bara mjög fljótt sem betur fer og það gekk þannig séð vel,“ bætir hún við. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda