Katla Hreiðarsdóttir, fatahönnuður og eigandi verslunarinnar Systur og makar, fagnar fertugsafmæli sínu í dag með því að tilkynna að hún eigi von á sínu þriðja barni með eiginmanni sínum Hauki Unnari Þorkelssyni. Fyrir á Haukur tvö börn svo börnin á heimilinu verða alls fimm í haust.
Rætt var við Kötlu í tilefni dagsins í Morgunblaðinu í dag. Þar gaf hún til kynna að hún ætti von á barni.
„Barnalánið veittist mér seint en það kom greinilega með trukki þegar það átti loks að koma! Eiginmanni mínum kynntist ég árið 2019 og fylgdu honum tveir gormar og höfum við nú þegar bætt tveimur við í viðbót og erum ekki alveg hætt …“,“ segir Katla í viðtali við Morgunblaðið.
Katla og Haukur greindu frá barnaláninu á Instagram í dag. Þar sagði Katla að von væri á barninu í september. Þau birtu ekki bara mynd af sónarmynd heldur einnig kaupsamning en hjónin voru að kaupa nýja fasteign. Það eru því spennandi tímar fram undan sem fylgja hækkandi aldri.
Fjölskylduvefur mbl.is óskar fjölskyldunni til hamingju með nýja húsið og óléttuna!