Fjölskylda Sigvalda og Nóttar stækkar

Sigvaldi Guðjónsson og Nótt Jónsdóttir eiga von á sínu öðru …
Sigvaldi Guðjónsson og Nótt Jónsdóttir eiga von á sínu öðru barni saman. Skjáskot/Instagram

Handboltakappinn Sigvaldi Björn Guðjónsson og fyrrverandi knattspyrnukonan Nótt Jónsdóttir eiga von á sínu öðru barni saman. Fyrir eiga þau soninn Jökul sem kom í heiminn þann 22. september 2022. 

Parið greindi frá gleðitíðindunum í færslu á Instagram þar sem þau birtu fallega myndaröð af Jökli með yfirskriftinni: „Stóri bróðir í haust.“

Ásamt því að spila með íslenska karlalandsliðinu í handbolta spilar Sigvaldi með norska liðinu Kolstad Hånd­ball sem urðu deildarmeistarar norska handboltans annað árið í röð nú á dögunum og var það Sigvaldi sem skoraði sigurmarkið.

Nótt er með BA-gráðu í lögfræði með viðskiptafræði sem aukagrein. Hún spilaði fótbolta til ársins 2021, en hún bæði byrjaði og endaði ferilinn með FH en spilaði einnig með Stjörnunni og ÍR um tíma. Fjölskyldan er nú búsett í Þrándheimi í Noregi, en þau voru áður búsett í Póllandi á árunum 2020 til 2022 þar sem Sigvaldi spilaði með pólska liðinu Vive Kielce.

Fjölskylduvefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál