Öfunda frægð og velgengni yngri systra sinna

Hudson fór meðal annars með hlutverk í unglingaþáttaröðinni Dawson's Creek …
Hudson fór meðal annars með hlutverk í unglingaþáttaröðinni Dawson's Creek en Lively hefur aðallega farið með lítil aukahlutverk í þáttaröðum og kvikmyndum. Samsett mynd

Í nýjasta hlaðvarpsþætti Sibling Rivalry, sem kom út um helgina, ræddu Oliver Hudson og Robin Lively um farsæld og frægð yngri systra sinna. Hudson er eldri bróðir leikkonunnar Kate Hudson og Lively er eldri systir leikkonunnar Blake Lively. 

Hudson og Lively, sem starfa einnig sem leikarar, viðurkenndu að öfunda velgengni yngri systra sinna sem og öll tækifærin sem þeim býðst í Hollywood. 

Þreytt á harkinu

Hudson, sem er fyrsta barn leikkonunnar Goldie Hawn, viðurkenndi að hann samgleddist systur sinni og yngri bróðir, Wyatt Russell, sem hefur verið að gera það gott í Hollywood síðastliðin ár. Hann sagðist einnig ekkert hafa á móti því að upplifa sams konar velgengni í eigin ferli. 

„Það er ákveðinn hluti af mér sem er ekki sáttur eftir öll þessi ár. Mig langar að vera í aðalhlutverki og starfa við hlið Hollywood-goðsagnanna líkt og systkini mín. Ég vill græða þessar upphæðir,“ útskýrði Hudson. Lively tengdi við orð leikarans og sagðist vera sömu skoðunar. 

Hudson og Lively eru vel þekkt í Hollywood enda verið viðloðandi leiklistarbransann frá barnæsku. Bæði sögðust þau vera orðin þreytt á harkinu eftir öll þessi ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda