Lárus og Sævar stoltir af syni sínum á fermingardaginn

Feðgarnir Sævar Þór Jónsson, Andri Jón Lárusson Sævarsson og Lárus …
Feðgarnir Sævar Þór Jónsson, Andri Jón Lárusson Sævarsson og Lárus S. Lárusson. Með þeim á myndinni eru guðmæður Andra þær Sigurbjörg Einarsdóttir og Oddný Friðriksdóttir framkvæmdastjóri. Ljósmynd/Aðend

Andri Jón Lárusson Sævarsson fermdist í Langholtskirkju þann 28. mars. Feður Andra Jóns, þeir Sævar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður, rithöfundur og eigandi lögmannsstofunnar SÆVAR ÞÓR og PARTNERS, og Lárus S. Lárusson lögmaður og fyrrverandi stjórnarformaður Menntasjóðs námsmanna, buðu í skemmtilega veislu á veitingastaðnum Nauthóli eftir athöfnina. 

Sonur þeirra er á 14. aldursári og þeir hafa meðal annars lýst því hvernig það er að vera fósturforeldri og vegferðinni að ættleiða son þeirra bæði í fjölmiðlaviðtölum og í bók sem þeir skrifuðu á sínum tíma og heitir Barnið í garðinum.

„Ferming sonar okkar fór fram í Langholtskirkju og var athöfnin hátíðleg og í sann afar falleg,“ segir Sævar Þór en það skín af myndum frá fermingarveislunni hvað þeir feður voru stoltir af syni þeirra.

Andri ávarpar gesti í veislunni og Sævar Þór stendur stoltur …
Andri ávarpar gesti í veislunni og Sævar Þór stendur stoltur við hlið sonar síns. Ljósmynd/Aðend

Sævar Þór segir að fermingardagurinn hafi verið mjög skemmtilegur og eftirminnilegur fyrir feðgana. „Við keyrðum á gömlum fornbíl sem ég á í kirkjuna en um er að ræða 1979 árgerðin af Mercedes-Benz 280 SE sem ég hef verið að gera upp,“ segir Sævar Þór.

Feðgarnir keyrðu á Mercedes-Benz í kirkjuna en Sævar Þór hefur …
Feðgarnir keyrðu á Mercedes-Benz í kirkjuna en Sævar Þór hefur verið að gera upp bílinn. Ljósmynd/Aðsend

Hreyfa sig saman og duglegir að veiða

Andri Jón sonur þeirra þykir efnilegur í fótbolta en hann spilar með knattspyrnufélaginu Þrótti. Hann er mikill áhugamaður um fótbolta og hafa þeir feðgar ferðast erlendis á hina ýmsu leiki til að styrkja áhuga sonar þeirra.

„Ég og Lárus höfðum litinn áhuga á fótbolta en sá áhugi hefur aukist til muna eftir að sonurinn kom inn í líf okkar,“ segir Sævar Þór. „Ég og Lárus erum virkir ásamt syni okkar að hreyfa okkur mikið og stunda líkamsrækt undir góðri leiðsögn frá einkaþjálfaranum Bjarna Heiðari Bjarnasyni hjá Hreyfingu. Við æfum mikið og höldum okkur í góðu formi. Við höfum lagt mikið upp úr heilbrigðu líferni við son okkar og þá hvatt hann til að fara í þjálfun og styrkja sig,“ segir Sævar Þór.

„Við feðgarnir förum saman veiði á sumrin og það er eitthvað sem er nýtt áhugamál hjá okkur saman. Veiðiferðirnar hafa sameinað okkur mikið. Við bíðum allir spenntir eftir fyrstu veiðiferð sumarsins," segir Sævar Þór.

Andri Jón var ánægður með fermingardaginn.
Andri Jón var ánægður með fermingardaginn. Ljósmynd/Aðend
Sigurður Árni Þórðarson prestur, og eiginkona hans Elín Sigrún Jónsdóttir, …
Sigurður Árni Þórðarson prestur, og eiginkona hans Elín Sigrún Jónsdóttir, lögmaður ásamt Sævari Þór, Lárusi og Andra fermingardreng. Ljósmynd/Aðend
Sævar Karl Ólason og eiginkona hans Erla Þórarinsdóttir með feðgunum …
Sævar Karl Ólason og eiginkona hans Erla Þórarinsdóttir með feðgunum í veislunni. Ljósmynd/Aðend
Prestur Langholtskirkju séra Guðbjörg Jóhannesdóttir, feðgarnir og amma og afi …
Prestur Langholtskirkju séra Guðbjörg Jóhannesdóttir, feðgarnir og amma og afi Andra þau Sigríður Þyri og Lárus Guðberg að lokinni athöfn í kirkjunni. Ljósmynd/Aðend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda