„Eina nóttina opnast gat á brjóstinu á mér“

Eyrún Telma Jónsdóttir var gestur í hlaðvarpinu Undirmannaðar.
Eyrún Telma Jónsdóttir var gestur í hlaðvarpinu Undirmannaðar.

Eyrún Telma Jónsdóttir eignaðist tvíburadrengi með eiginmanni sínum Rúnari Geirmundssyni í maí 2019. Hún var gestur í hlaðvarpsþættinum Undirmannaðar þar sem hún sagði frá magnaðri sögu sinni og ræddi á einlægan máta um meðgönguna og átakanlega mánuði eftir að tvíburarnir komu í heiminn. 

Eyrún og Rúnar fengu aðstoð við barneignaferlið en Eyrún er með sjúkdóminn endómetríósu og því var aðdragandi þungunarinnar krefjandi. Þau gengu í gegnum glasameðferð sem heppnaðist það vel að Eyrún varð ófrísk að eineggja tvíburum. „Það var bara sett upp eitt egg og einhvern tímann frá degi svona sex til níu, held ég, skipti eggið sér,“ segir Eyrún. En það var mikið sjokk þegar þau komust að því að von væri á tvíburum. 

„Gröfturinn eiginlega át leið út í gegnum húðina“

Eftir krefjandi meðgöngu biðu Eyrúnar erfiðir mánuðir og ýmislegt sem hún gekk í gegnum. Endurtekin sýking í brjósti leiddi til innlagnar á spítala á sama tíma og annar tvíburinn gekkst undir aðgerð. Sagan stoppaði þó ekki þar heldur var Eyrún inn og út af spítala og segist hún enn þann dag í dag vera með margar ósvaraðar spurningar í tengslum við lokin á meðgöngunni og ákveðnum mistökum sem gerð svo í kjölfar sýkingarinnar í brjóstinu. 

„Eina nóttina opnast gat á brjóstinu á mér fyrir ofan geirvörtuna. Það var svo mikill gröftur ennþá í brjóstinu, það var svo svakalega sýkt vegna þess ég hafði ekki fengið rétta meðhöndlun og þetta hafði fengið að grassera svona svakalega lengi. Svo loksins þegar ég var komin með sýklalyf í æð þá einhvern veginn var eins og líkaminn væri ekki að taka við lyfinu og drepa sýkinguna,“ segir Eyrún. 

„Það var svo mikill gröftur að hann át sér eiginlega leið út í gegn um húðina því hann þurfti að skila sér einhvers staðar út og það bara opnaðist risastórt sár á brjóstinu,“ bætir hún við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda