Hvenær er rétti tíminn til að hætta næturgjöfum?

Ljósmynd/Unsplash/Natalia Blauth

Kristín Björg Flygenring, svefnráðgjafi og sérfræðingur í barnahjúkrun, heldur úti bæði heimasíðu og Instagram-síðu þar sem hún deilir hagnýtum ráðum og upplýsingum sem snúa að svefni barna.

Á dögunum birti hún færslu um næturgjafir þar sem hún fer yfir nokkur atriði sem gott er að hafa í huga þegar ákvörðun er tekin um hvenær og hvernig eigi að hætta eða fækka næturgjöfum. 

Að hætta næturgjöfum

„Hvaða börn geta hætt næturgjöfum?

  • Börn sem eru hraust
  • Börn sem eru eldri en sex mánaða
  • Börn sem eru meira en 7 kg
  • Börn sem nærast jafnt og þétt yfir daginn
  • Börn sem borða 2-3 máltíðir

Börn eru snillingar og vita oft hvað þau vilja. Börn vilja oftast ekki hætta næturgjöfum. En þú tekur ákvörðun fyrir þig og þitt barn þegar tíminn er réttur. Láttu engan segja þér að hætta.

Þó að barn hætti að fá næturgjafir hættir það ekki endilega að vakna. Hins vegar verður auðveldara að svæfa barnið aftur og það mun vakna sjaldnar, en það tekur smá tíma að aðlagast.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda