Justin og Hailey Bieber eiga von á barni

Justin og Hailey Bieber eiga von á sínu fyrsta barni …
Justin og Hailey Bieber eiga von á sínu fyrsta barni saman. AFP

Stjörnuhjónin Justin og Hailey Bieber eiga von á sínu fyrsta barni saman.

Tilkynntu hjónin um meðgönguna á Instagram-reikningi Hailey í myndasyrpu en svo virðist sem þau hafi einnig endurnýjað hjúskaparheitin. 

Klæddist Hailey hvítum blúndukjól og eins konar slörklút um höfuðið ásamt sólgleraugum. Var eiginmaður nokkru lágstemmdari í klæðaburði og klæddist hettupeysu og derhúfu við athöfnina. 

Bieber-hjónin gengu lög­lega í hjóna­band árið 2018 eftir aðeins tveggja mánaða langa trúlofun en héldu formlega athöfn árið 2019. Sögusagnir hafa verið uppi um fyrirhugaðar barneignir hjónanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda