Beraði óléttukúluna heima frekar en á Met Gala

Fyrirsætan Sofia Richie er ófrísk að sínu fyrsta barni.
Fyrirsætan Sofia Richie er ófrísk að sínu fyrsta barni. Samsett mynd

Hin árlega Met Gala-hátíð, sem jafnan er litið á sem virtustu tískuhátíð heims, var haldin í New York-borg þann 6. maí síðastliðinn, en þangað mættu skærustu stórstjörnur heims og gengu rauða dregilinn. 

Það þykir mikill heiður að fá boð á viðburðinn, en í ár ákvað fyrirsætan Sofia Richie Grainge að sleppa hátíðinni. Grainge hefur þrisvar áður komið fram á Met Gala-hátíðinni, en hún sótti viðburðinn síðast árið 2017. 

„Níu mánuðir af sælu“

Grainge hefur þó góða ástæðu fyrir því að hafa frekar verið heima hjá sér en á hátíðinni, en hún er gengin níu mánuði á leið með sitt fyrsta barn.

Á meðan stjörnurnar birtu glamúrmyndir af rauða dreglinum birti fyrirsætan mynd af óléttukúlunni með yfirskriftinni: „Níu mánuðir af sælu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál