Í apríl síðastliðnum greindu þjálfarahjónin Sandra Björg Helgadóttir og Hilmar Arnarson frá því að þau ættu von á sínu fyrsta barni. Nú hafa þau greint frá kyni ófædds barns síns en hjónin birtu einstaklega fallega mynd á Instagram í gærdag.
Sandra Björg og Hilmar kynntust þegar þau voru í námi í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands. Þau gengu svo í hjónaband sumarið 2023 við fallega athöfn á Íslandi, en þau voru þá búsett í Los Angeles í Kaliforníu þar sem Sandra stundaði MBA-nám.
„Lítill Hilmarsson á leiðinni,“ skrifuðu þau við myndina.
Fjölskylduvefur mbl.is óskar þeim hjartanlega til hamingju!