Gengin 6 mánuði á leið en engin óléttukúla sýnileg

Hin 21 árs gamla Olivia hefur vakið mikla athygli á …
Hin 21 árs gamla Olivia hefur vakið mikla athygli á TikTok, en hún er ófrísk að sínu fyrsta barni. Samsett mynd

Hin 21 árs gamla Olivia hefur vakið mikla athygli á TikTok, en hún er ófrísk að sínu fyrsta barni og birti myndband í febrúar þar sem hún segist vera gengin fjóra mánuði á leið en það sé ekki enn farið að sjást á henni. 

Myndbandið sem um ræðir hefur fengið yfir 25,3 milljónir áhorfa og hafa háværar raddir sakað hana um að ljúga um þungunina. 

„Eins og flestir vita þá er ég gengin næstum fjóra mánuði á leið. Ég er bara að velta því fyrir mér hvenær það fer að sjást á mér því að ég fer til læknisins, þú veist fæðingar- og kvensjúkdómalæknisins, og hún er bara: „Þú ert í öðrum þriðjungi meðgöngunnar?“ Já, ég veit ekki hvar barnið er en barnið er heilbrigt,“ segir hún í myndbandinu. 

„Þetta er farið að fara í taugarnar á mér“

Síðan þá hafa fylgjendur Oliviu krafið hana um að sýna sönnunargögn þess að hún sé ófrísk og hefur hún gert fjölda myndbanda þar sem hún sýnir sónarmynd af barninu og jákvætt þungunarpróf.

Í dag er hún gengin sex mánuði á leið og í síðasta myndbandi sem hún birti á TikTok svarar hún eftirfarandi ummælum: „Hún er ekki raunverulega ófrísk.“

„Þetta er í síðasta skiptið sem ég ætla að tala um þetta, að þið haldið að ég sé ekki ófrísk, því þetta er farið að fara í taugarnar á mér. Og í fyrstu var ég bara: „Skiptir engu, mér er alveg sama“. En núna er þetta orðið of mikið og farið að fara í taugarnar á mér,“ segir hún í myndbandinu. 

Hún sýnir svo mynd af jákvæðu þungunarprófi, myndir af henni og unnusta hennar í fyrsta sónarnum, sónarmynd af barninu og fleiri sannanir sem sýna að hún sé ófrísk og eigi von á barni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda