10 matvæli sem hjálpa börnum með hægðatregðu

Er barnið þitt að borða nóg af trefjum?
Er barnið þitt að borða nóg af trefjum? Ljósmynd/Pexels/Cottonbro Studio

Því fylgja ýmsir heilsufarslegir ávinningar fyrir alla aldurshópa að neyta nóg af trefjum, en börn þurfa ekki síður á trefjum að halda. Hægðatregða er algengt vandamál meðal barna, en þar geta trefjarnar oft hjálpað til. 

Ef mataræði barns inniheldur of lítið af trefjum er mikilvægt að auka magnið hægt og rólega og í litlum skömmtum. Það er vegna þess að of mikið af trefjum í einu getur valdið uppþembu hjá börnum. 

Nýverið birtist grein á vef Parents þar sem farið var yfir tíu trefjarík matvæli sem gætu hjálpað börnum með hægðatregðu. 

Hindber

Hindber eru með trefjaríkustu ávöxtunum og geta verið notuð fersk eða frosin. Í einum bolla af hindberjum eru átta grömm af trefjum. 

Ljósmynd/Unsplash/Meg Jenson

Kartöflur

Það getur verið sniðugt að skipta út frönskum kartöflum fyrir bakaðar, soðnar eða gufusoðnar kartöflur til að bæta meiri trefjum við máltíðina. Ef þú vilt svo bæta enn meiri trefjum við þá skaltu halda hýðinu á. Í einni miðlungsstórri kartöflu eru um fjögur grömm af trefjum. 

Ljósmynd/Pexels/Alesia Kozik

Edamame-baunir

Í 1/4 bolla af Edamame-baunum eru þrjú grömm af trefjum. Þar að auki eru baunirnar skemmtilegt snarl fyrir börnin.

Ljósmynd/Pexels/Valeria Boltneva

Haframjöl

Haframjöl er góður trefjagjafi sem auðvelt er að nota í bakstur eða til að útbúa hafragraut – toppaðu hafragrautinn svo með niðurskornum ávöxtum fyrir meiri trefjar, en í 1/2 bolla af höfrum eru fjögur grömm af trefjum. 

Ljósmynd/Pexels/Polina Tankilevitch

Heilhveitipasta

Í einum skammti af heilhveitipasta eru heil sex grömm af trefjum. Ef börn eru vön því að fá hvítt pasta getur verið sniðugt að blanda saman hvítu- og heilhveitipasta til að venja þau á bragðið og kalla það „sebra pasta“.

Ljósmynd/Unsplash/Monika Grabkowska

Avókadó

Í 1/2 bolla af maukuðu avókadó eru um þrjú grömm af trefjum auk hollrar fitu. Það er hægt að útbúa ljúffengt guacamole með því að stappa saman avókadó, lime-safa, salti og bera það fram með snakki, eða smyrja það ofan á heilkorna brauðsneið.

Ljósmynd/Pexels/Cottonbro Studio

Poppkorn

Poppkorn getur verið frábært fyrir börn til að snarla á og inniheldur trefjar. Athugið þó að köfnunarhætta er af poppkorni fyrir mjög ung börn. 

Ljósmynd/Unsplash/Eduardo Casajús Gorostiaga

Perur

Í miðlungsstórri peru með hýði eru um það bill fimm grömm af trefjum sem er fjórðungur af því sem börn þurfa á hverjum degi.

Ljósmynd/Pexels/Marta Dzedyshko

Granataepli

Granataepli er bæði hægt að borða eitt og sér eða toppa jógúrt eða hafragraut með því. Í 1/2 bolla af granataeplum eru þrjú grömm af trefjum. 

Ljósmynd/Unsplash/Olivie Strauss

Hörfræ

Hörfræ innihalda bæði holla fitu og um þrjú grömm af trefjum í einni matskeið. Þú getur keypt fræðin möluð eða malað þau sjálf/ur og bætt út í möffins, vöffludeig eða „smoothie“.

Ljósmynd/Pexels/Eva Bronzini
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda