Fór í gegnum 5 glasafrjóvgunarmeðferðir og 3 eggheimtur

Kourtney Kardashian og Travis Barker eignuðust son í byrjun nóvember …
Kourtney Kardashian og Travis Barker eignuðust son í byrjun nóvember á síðasta ári. Skjáskot/Instagram

Kourtney Kardashian og eiginmaður hennar Travis Barker eignuðust sitt fyrsta barn saman á síðasta ári eftir að hafa reynt í þrjú ár. Ferlið var ekki auðvelt fyrir hjónin sem fóru í gegnum nokkrar frjósemismeðferðir áður en Kardashian varð ófrísk. 

Á dögunum opnaði Kardashian sig meira um ferlið og sagði frá því að hún hafi farið í gegnum fimm glasafjóvgunarmeðferðir og þrjár eggheimtur áður en hún varð óvænt ófrísk með náttúrulegum hætti.

Hætti eftir að hafa reynt í eitt ár

Spurð hvernig hún hafi fundið styrkinn til að halda áfram í ferlinu svaraði Kardashian: „Ég hætti eftir að hafa reynt í eitt ár (fimm misheppnaðar glasafrjóvgunarmeðferðir, þrjár eggheimtur) líkaminn minn náði að slaka á og ég trúði á vegferðina sem Guð hefur gert fyrir líf mitt.“

Þá segir hún bænir og trúna hafa hjálpað sér mikið í gegnum ferlið, en á sama tíma hafi verið mikilvægt fyrir hana að huga að heilsunni.

Ferlið reyndi á bæði andlega og líkamlega

Kardashian og Barker hafa verið áberandi í fjölmiðlum frá því ástarsamband þeirra hófst, en þau gengu í það heilaga við glæsilega athöfn í rándýrum kastala á Ítalíu árið 2022.

Frá því hjónin tilkynntu að þau væru að reyna við barneignir hafa þau talað opinskátt um ferlið, en það reyndist þeim báðum erfitt bæði andlega og líkamlega. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda