Uppeldisráð Arnars Þórs Jónssonar: „Þakka fyrir það sem maður hefur“

Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi.
Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi. mbl.is/Eyþór Árnason

Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi og eiginkona hans Hrafnhildur Sigurðardóttir eiga fimm börn og eru því hokin af reynslu þegar kemur að uppeldi. Börnin heita Kári Þór (27), Óttar Egill (23), Ásdís (20), Theodór Snorri (17) og Sigrún Linda (12).

„Þegar börnin voru yngri reyndi meira á uppeldið. Ég er svo heppinn að Hrafnhildur er kennaramenntuð og hefur helgað starf sitt vellíðan barna og unglinga í gengum fyrirtækið sitt Hugarfrelsi. Eftir hana hafa komið út uppeldisbækur sem bæði ég og börnin okkar höfum notið góðs af,“ segir Arnar Þór. 

1. Góður svefn

„Við Hrafnhildur höfum alltaf lagt mikið upp úr því að halda rútínu á svefni barna okkar enda er góður nætursvefn grunnur að vellíðan og jafnvægi.“

2. Tilhlökkun og þakklæti

„Ég heyrði eitt sinn að góð líðan væri fólgin í því að hafa alltaf eitthvað til að hlakka til og þakka reglulega fyrir það sem maður hefur. Þetta ráð hefur fylgt okkur fjölskyldunni æ síðan.“

3. Spjall og samvera

„Í hugum okkar er kvöldmaturinn heilög stund. Yfir kvöldverðinum gefst fjölskyldunni tækifæri til að ræða saman um það sem gekk vel yfir daginn og einnig það sem mætti betur fara. Oftar en ekki höfum við rætt um einhvern samfélagsvanda sem hefur hjálpað börnunum okkar að móta sér eigin skoðanir og eflt þeirra gagnrýnu hugsun.“

4. Skjálaus gæðastund

„Hrafnhildur er mjög meðvituð um áhrif skjátíma á líðan barna og höfum við því reglulega skjálausar gæðastundir að hennar frumkvæði. Þá gerum við eitthvað skemmtilegt saman, förum t.d. í fjallgöngu, golf, keilu eða spilum borðspil.“

5. Bóklestur

„Ég hef mikið dálæti af bókum og hafa börnin mín notið góðs af því. Þegar þau voru yngri las ég mikið fyrir þau fyrir svefninn. Það efldi orðaforða þeirra og skilning.“

Börnin á 20 ára brúðkaupsafmæli Arnars og Hrafnhildar þann 20. …
Börnin á 20 ára brúðkaupsafmæli Arnars og Hrafnhildar þann 20. júlí 2016. Ljósmynd/Tinna Stefánsdóttir
Skemmtileg mynd af börnunum.
Skemmtileg mynd af börnunum. Ljósmynd/Tinna Stefánsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda