Opnar sig um leynda meðgöngu sonar síns

Halle Bailey varð móðir fyrir fimm mánuðum síðan.
Halle Bailey varð móðir fyrir fimm mánuðum síðan. AFP/ Frederic J. Brown

Söng- og leik­kon­an, Halle Bailey, og rapp­ar­inn Darryl Dwayne Granberry Jr., betur þekktur und­ir listamannsnafninu DDG, héldu sig algjörlega frá sviðsljósinu á meðan meðgöngu sonar þeirra stóð.

Drengurinn þeirra, sem hefur fengið nafnið Halo, kom í heiminn fyrir rúmlega fimm mánuðum. Parið hefur nú tilkynnt að þau hafi að mestu haldið sig uppi í sveit þar sem frumburðurinn fæddist. 

Vill halda einkalífinu fjarri sviðsljósinu

Bailey hefur undanfarin ár lagt mikið upp úr því að halda einkalífinu út af fyrir sig en aðdáendur leikkonunnar eru í skýjunum með að hún hafi nú loksins opnað sig, sérstaklega eftir að hafa haldið allri meðgöngu sinni leyndri. 

Bailey og DDG hafa verið saman síðan 2022 og hefur hann staðið þétt upp við bakið á leikkonunni eftir að hún greindist fæðingarþunglyndi. Hún opnaði sig um andlegu veikindin nýlega en þar lýsir hún því hvernig hún reynir sitt besta svo hún „drukkni ekki í stærstu öldunum.“

Hvíldin frá sviðsljósinu er því skiljanleg en nýbökuðu foreldrarnir virðast þó njóta sín vel með unga syni sínum Halo.

View this post on Instagram

A post shared by Halle Bailey (@hallebailey)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda