Jolie mætti með dóttur sinni á rauða dregilinn

Vivienne Jolie-Pitt og Angelina Jolie á Tony-verðlaunahátíðinni.
Vivienne Jolie-Pitt og Angelina Jolie á Tony-verðlaunahátíðinni. AFP

Hollywood-stjarnan Angelina Jolie stal senunni á Tony-verðlaunahátíðinni um helgina. Hún mætti á hátíðina ásamt dóttur sinni, hinni 15 ára gömlu Vivienne Jolie-Pitt. 

Tony-verðlaunin eru veitt fyrir sviðsverk í Bandaríkjunum. Mæðgurnar voru staddar á verðlaunahátíðinni vegna aðkomu sinnar að söngleiknum The Outsiders. Jolie framleiddi söngleikinn en hin unga Vivienne starfaði sem aðstoðarmaður framleiðenda. Söngleikurinn var valinn besti söngleikurinn og fóru mæðgurnar upp á svið þegar verðlaunin voru afhent. 

Vivienne Jolie-Pitt og Angelina Jolie voru í stíl á Tony-verðlaunahátíðinni.
Vivienne Jolie-Pitt og Angelina Jolie voru í stíl á Tony-verðlaunahátíðinni. AFP/DIA DIPASUPIL

Yngsta barn Jolie og Pitt

Vivienne Jolie-Pitt er dóttir Angeline Jolie Pitt og leikarans Brad Pitt. Tvíburabróðir hennar er Knox Jolie-Pitt. Tvíburarnir eru yngstu börn hjónanna fyrrverandi sem áttu í harðri forræðisdeilu í kjölfar þess að þau ákváðu að skilja fyrir nokkrum árum. Pitt hefur verið í litlum samskiptum við börn sín og nýlega bárust fréttir af því að dóttirin Shiloh hefði sótt um að fjarlægja nafnið Pitt úr nafni sínu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda