Komst að því að hún ætti 26 systkini

Jennifer Hudson.
Jennifer Hudson. AFP

Söngkonan Jennifer Hudson opnar sig í fyrsta skipti opinberlega um það að faðir hennar á 27 börn. Hudson komst að þessari ótrúlegu uppgötvun þegar hún var 16 ára, en hún er yngst allra systkinanna og ólst upp með tveimur þeirra: Jason og Juliu.

Það væri kannski áfall fyrir einhverja að komast að því að 26 einstaklingar úti í samfélaginu væru skyldir þér en Hudson upplifði það ekki þannig. Strax fór hún að láta sig dreyma um að sameina fjölskylduna einn daginn. Að allir gætu fagnað þakkargjörðarhátíðinni saman eða varið jólunum saman. 

Söngkonan segist aðeins hafa hitt fimm af systkinum sínum, sem hún ólst ekki upp með, en föðurfjölskylda hennar hefur lagt mikið á sig til að finna systkini hennar og láta verða að fjölskyldusameiningunni.

Það var svo í jarðarför föðurömmu hennar sem ættingjar komust á sporið. Þar spurðist það út að yngsta barnabarnið kynni að syngja. 

Hudson er staðráðin í að hafa upp á fleiri systkinum sínum og segist hlakka til að kynnast þeim. 

Söngkonan er móðir hins 14 ára David Daniel Otunga. Drenginn eignaðist hún með fyrrverandi kærasta sínum, glímustjörnunni David Otunga. Hún segir að það sé hennar hjartans mál að sonur hennar alist upp í kringum fjölskyldu hennar og að það hafi verið ástæða þess að þau fluttu til heimaslóða Husdon í Chicago um tíma. Núna búa þau í Los Angeles en eru dugleg að heimsækja Chicago þar sem þau rækta sambandið við fjölskylduna. 

Page six

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda