Tvíburar fæddust með 6 mánaða millibili

Ljósmynd/Pexels/Kübra Kuzu

Bandaríska móðirin Erin Clancy deildi ótrúlegri sögu um hvernig tvíburadrengir hennar, Dylan og Declan, fæddust með sex mánaða millibili og um 1.400 km í burtu hvor frá öðrum.

Erin, sem er 42 ára, kynntist eiginmanni sínum, Brian 38 ára, á stefnumótasíðu árið 2016 en þau gengu í það heilaga í september 2020 og fluttu inn í fallegt hús í New York-ríki. Ári seinna fóru þau að reyna að eignast barn, handviss um að það yrði auðvelt en svo var ekki.

Héldu að öll von væri úti

Í júní 2021 ákvað Clancy og eiginmaður hennar að prófa tæknifrjóvgun en þá var hún 39 ára. Fyrsta tilraun misheppnaðist en sú seinni virtist ganga vel þar til þau misstu fóstrið á sjöundu viku. Hjónin voru niðurbrotin og óviss með næstu skref.

Á þessum tímapunkti var örvæntingin gríðarleg og þau voru tilbúin að gera hvað sem er til að eignast barn. Þá fengu þau hugmyndina um að setja sig í samband við staðgöngumóður. Eftir langa leit fundu þau staðgöngumóður sem bjó um 1.400 km frá þeim í Illinois-ríki og var ferlið komið af stað í maí 2022.

Aðeins nokkrum mánuðum seinna komst Clancy að því að hún væri ólétt. „Ég var hrædd en yfir mig hamingjusöm. Mér fannst ég samt ekki geta leyft mér að trúa því að þetta yrði full meðganga,” sagði Clancy.

Á sjöttu viku fór Clancy hins vegar að blæða og fóru hjónin því með hraði á næsta sjúkrahús. Til allrar hamingju var barnið fullkomlega heilbrigt og allt benti til þess að meðgangan yrði góð.

Létu reyna á tvær meðgöngur samtímis

Eftir allar misheppnuðu tilraunirnar til að verða ólétt var Clancy hrædd en hjónin ákváðu því að láta reyna á báðar meðgöngur á sama tíma til að eiga sem mestar líkur á því að eignast barn.

Viku seinna hringdi staðgöngumóðirin sem tilkynnti að hún hefði fengið jákvætt óléttupróf.

„Við áttum von á tveimur börnum, við gátum ekki trúað þessu! Það var líka skrítin tilfinning að finna barnið stækka og sparka í maganum á mér á meðan hitt barnið mitt gerði það sama, nema í líkama annarrar konu,“ segir Clancy.

Í maí á síðasta ári fæddi Clancy litla drenginn sinn Dylan, en í nóvember fæddi staðgöngumóðirin bróður hans Declan. Síðan þá hafa hjónin svifið á bleiku skýi þar sem drengirnir ná einstaklega vel saman.

Hjónin segja að viðbrögð frá fólki á samfélagsmiðlum hafi verið afar mismunandi en þau láta það ekki trufla sig enda rættist draumur þeirra loksins.

The Sun

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda