Garðar verður afi í desember

Garðar verður afi í desember.
Garðar verður afi í desember.

Knattspyrnukappinn Garðar Gunnlaugsson verður afi í desember en Daníel Ingi, sonur Garðars, og kærasta hans, Lena Davíðsdóttir, eiga von á barni.

Frá þessu greindi Garðar á Instagram.

„Við fáum nýja titla í desember, Afi G og Amma F. Hlökkum til að fá litla ömmu- og afastrákinn í fangið,“ skrifar hann undir myndina sem hann deildi á Instagram.

Á myndinni er Garðar og eiginkona hans, Fann­ey Sandra Al­berts­dótt­ir, förðun­ar­fræðing­ur og einkaþjálf­ari, ásamt Daníel og Lenu.

Garðar og Fann­ey Sandra giftu sig í fyrra þann 27. júlí og höfðu þá verið trú­lofuð í eitt ár, en Garðar fór á skelj­arn­ar fyr­ir fram­an Eiffelturninn í borg ástar­inn­ar, Par­ís í Frakklandi, í júlí 2022.

Fjölskylduvefur mbl.is ósk­ar fjölskyldunni inni­lega til ham­ingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda