Svona er morgunrútína 11 barna móður

Móðirin Alicia Dougherty og barnahópurinn hennar.
Móðirin Alicia Dougherty og barnahópurinn hennar. Samsett mynd

Ellefu barna móðirin, Alicia Dougherty, kom mörgum á óvart þegar hún deildi morgunrútínu sinni en það getur verið afar strembið að koma 11 börnum í skólann.

Dagurinn hjá Dougherty byrjar klukkan fjögur um morguninn en þá byrjar hún á því að græja eitt og annað áður en krakkahópurinn vaknar eins og nestið, fötin og lyfin.

Dougherty útskýrir að næst setur hún nestið og vatnsbrúsa með klaka í 11 skólatöskur sem hún raðar í aldursröð ásamt skóm hvers barns í forstofuna.

„Ég passa sérstaklega að allar skólatöskurnar séu með nesti, hádegismat, vatnsbrúsa, heimavinnuna og skólabækurnar,“ segir Dougherty.

Að lokum bursta öll börnin saman tennurnar og taka þau lyf eða vítamín sem þau þurfa áður en móðir þeirra kyssir þau bless og krakkarnir fara af stað í skólann.

Dougherty vakti fyrst mikla athygli á samfélagsmiðlinum TikTok þegar hún sýndi fylgjendum sínum hvernig hún eldar kvöldmat fyrir börnin sín 11.

Fólk hefur verið í sjokki út af því gríðarlega magni af mat sem hún þarf að kaupa inn og elda en ekki síður því mikla skipulagi sem fylgir því að koma börnunum út úr húsi á hverjum degi.

„Mamma ársins,“ sagði einn fylgjandi hennar.

„Þú ert hetjan mín, ég á í basli bara með tvö börn!,“ sagði annar. 

The Sun 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál