Cannon lét tryggja á sér eistun

Nick Cannon.
Nick Cannon. Skjáskot/Instagram

Bandaríska sjónvarpsstjarnan Nick Cannon hefur látið tryggja á sér eistun fyrir tíu milljónir bandaríkjadala eða sem samsvarar rúmlega einum milljarði íslenskra króna. 

Cannon, sem á tólf börn með sex konum, segir ástæðuna vera að eistun séu hans mestu auðæfi. 

Í viðtali við Entertainment Tonight á mánudag, sem tekið var í tveggja ára afmælisveislu sonar hans og Bre Tiese, sagði Cannon að nokkuð algengt væri að Hollywood-stjörnur létu tryggja ákveðna líkamsparta.

Hann nefndi sem dæmi söngkonurnar Rihönnu og Mariuh Carey sem báðar létu tryggja fótleggi sína fyrir eina milljón bandaríkjadala eða tæplega 140 milljónir íslenskra króna. Carey lét einnig tryggja raddbönd sín fyrir sömu upphæð.

Cannon, 43 ára, gaf ekkert upp um framtíðina og frekari barneignir. 

View this post on Instagram

A post shared by Bre Tiesi (@bre_tiesi)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda