Glee-stjarna með glæsilegt steypiboð

Bleikur litur var allsráðandi í steypiboðinu.
Bleikur litur var allsráðandi í steypiboðinu. Samsett mynd

Leikkonan Lea Michele, best þekkt fyrir hlutverk sitt í bandarísku þáttaröðinni Glee, gaf fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum Instagram innsýn í glæsilegt steypiboð sem hún hélt nú á dögunum. Michele á von á sínu öðru barni, stúlku, með eiginmanni sínum, Zandy Reich.

Michele og Reich kynntust í brúðkaupi sameiginlegs vinar sumarið 2016 og tókst með þeim góður vinskapur en nokkrum mánuðum seinna breyttist vinskapurinn í ást. Í ­mars til­kynntu hjónin að þau ættu von á sínu öðru barni sam­an en fyrir eiga þau son sem fagnar fjögurra ára afmæli sínu í ágúst.

Öllu var tjaldað til í steypiboðinu. Það voru glæsilegar blómaskreytingar í hverju horni og girnilegar veitingar. Michele, klædd bleikum silkikjól frá Monique Lhuillier, ljómaði af gleði enda umkringd vinum og vandamönnum. Meðal gesta voru leikkonurnar Becca Tobin og Odette Annable.

View this post on Instagram

A post shared by Lea Michele (@leamichele)

View this post on Instagram

A post shared by Lea Michele (@leamichele)



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda