Alræmdur sæðisgjafi neitar sök

Jonathan Jacob Meijer hefur verið sæðisgjafi í 17 ár.
Jonathan Jacob Meijer hefur verið sæðisgjafi í 17 ár. Skjáskot/YouTube

Jonathan Jacob Meijer, hollenskur sæðisgjafi, svarar fyrir sig í kjölfar nýju heimildarþáttanna The Man With 1.000 Kids sem kom út á streymisveitunni Netflix. Þættirnir fjalla um fólk sem hefur eignast börn með aðstoð sæðisgjafa Meijer. Margir segjast hafa verið sviknir og upplifa reiði eftir að upp komst um fjölda líffræðilegra hálfsystkina í Bretlandi og annars staðar í heiminum. 

Meijer sem hefur verið sæðisgjafi í 17 ár neitar því að hafa átt þátt í að um 1.000 börn fæddust með hjálp hans og segir að samkvæmt sínum tölum séu þau 550. Í mörgum tilvikum hafði hann samband við fjölskyldurnar sjálfur í stað þess að veita gjafirnar í gegnum sérhæfðar einkastofur. 

Hann segir í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að heimildarþættirnir séu villandi því þeir segja aðeins sögu fjölskyldnanna sem eru óánægðar í staðinn fyrir foreldranna sem eru honum þakklátir. 

Meijer neitaði að koma í viðtal fyrir Netflix-heimildarþættina.  

Natalie Hill, framleiðandi þáttanna, segir það algerlega rangt að meirihluti fjölskyldnanna sé ánægður og að 50 fjölskyldur hafa nú þegar farið með málið fyrir dóm þar og óskað eftir að hann verði stoppaður. 

Foreldrar barnanna hafa miklar áhyggjur af því hversu mörg önnur börn deila að hluta til sama erfðaefni í samfélaginu. 

„Stærstu áhyggjurnar eru að þessi börn munu hittast í framtíðinni, verða ástfangin vegna þess að þau sjá kunnuglega takta hvort hjá öðru og þau eiga ekki eftir að vera meðvituð um að þau eru frá sama sæðisgjafanum,“ segir Hill.

Hill bætir við að Meijer hafi sagt fjölskyldunum að hann hafi verið þekktur sæðisgjafi en hann hafi aldrei gefið það skýrt fram hversu mörg börn hafa komið í heiminn með aðstoð sæðisgjafa hans.

Hollensk yfirvöld bönnuðu Meijer að gefa sæði þar í landi árið 2017 eftir að upp komst að 102 börn höfðu fæðst með hans hjálp en sæðisgjafirnar voru dreifðar um 11 sæðisbanka í Hollandi. Hann hélt þó áfram að gefa sæði í öðrum löndum þar til árið 2023 þegar kona tapaði í máli gegn honum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda