Tónlistarmaðurinn Högni Egilsson og leikkonan Snæfríður Ingvarsdóttir eignuðust dóttur í lok júní. Stúlkan er fyrsta barn parsins.
„Stúlkan okkar kom í heiminn þann 25. júní. Við gætum ekki verið hamingjusamari með hana,“ skrifaði Snæfríður á Instagram. Hún birti einnig mynd af stúlkunni sem og mynd af nýbakaða föðurnum með stúlkuna í fanginu.
Fjölskylduvefur mbl.is óskar parinu til hamingju með dótturina!