Margot Robbie á von á barni

Leikkonan Margot Robbie á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í Kaliforníu fyrr á …
Leikkonan Margot Robbie á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í Kaliforníu fyrr á þessu ári. AFP/Michael Tran

Leikkonan Margot Robbie og eiginmaður hennar Tom Ackerley eiga von á sínu fyrsta barni. 

Þetta staðfesta heimildarmenn í samtali við fjölmiðilinn People. Umboðsmenn parsins hafa enn ekki svarað fyrirspurnum um viðbrögð frá þeim.

Robbie og Ackerley kynntust fyrst við tökur á drama-kvikmyndinni Suite Francaise árið 2013. Til að byrja með áttu þau sterkt vinasamband sem leiddi til þess að þau stofnuðu kvikmyndaframleiðslufyrirtækið LuckyChap ásamt vinum þeirra Sophia Kerr og Josey McNamara.

Parið gifti sig í desember árið 2016 við látlausa athöfn á Byron Bay-ströndinni í Ástralíu en þau héldu trúlofun sinni frá sviðsljósinu fyrir brúðkaupið.

Síðan þá hafa þau framleitt þó nokkrar kvikmyndir og sjónvarpsþætti á borð við I, Tonya, Birds of Prey og Barbie.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda