Vorkennir börnum Harry og Meghan

Hertogahjónin af Sussex, Meghan og Harry, eiga tvö börn sem …
Hertogahjónin af Sussex, Meghan og Harry, eiga tvö börn sem Thomas Markle hafa ekki hitt. AFP

Thomas Markle, faðir Meghans og tengdafaðir Harrys prins, segist vera afar sorgmæddur að barnabörn sín fái ekki að lifa konunglegu lífi eins og þau eiga rétt á.

Markle hefur glímt við heilsubrest síðustu árin og verður brátt 80 ára. Hann segist eiga þá einu ósk að fá að hitta barnabörn sín, Archie og Lilibet. 

Samkvæmt heimildum New Zealand Woman´s Weekly þá trúir Markle því ekki að hann hafi aldrei hitt tengdason sinn. Þá finnst honum það undarlegt að hvorugir afarnir fái að vera í góðu sambandi við barnabörnin. Jafnvel bara ljósmynd öðru hverju væri vel þegin.

Markle fær sting í hjartað þegar hann sér hin barnabörn kóngsins viðstödd merkisviðburði á borð við krýningu eða afmælishátíð konungs en ekki Archie og Lilibet. Hann kennir í brjósti um þau.

„Mér finnst það ákaflega sorglegt að börn Harry og Meghan fái ekki að kynnast frændsystkinum sínum sem virðast vera frábær börn. Þau eru að komast á þann aldur að þau fara að spyrja spurninga eins og öll börn gera. Hvernig á þeim eftir að líða eftir nokkur ár þegar þau átta sig á öllu því sem þau hafa misst af?“

„Þau eiga tvo afa sem vilja hitta þau.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda