Ófrísk hálfu ári eftir átta ára fangelsisvist

Gypsy Rose Blanchard á von á barni.
Gypsy Rose Blanchard á von á barni. JAMIE MCCARTHY

Gypsy Rose Blanchard á von á sínu fyrsta barni. Blanchard, sem hlaut tíu ára fangelsisdóm fyrir að myrða móður sína árið 2015, greindi frá óléttunni á samfélagsmiðlasíðunni YouTube í dag og sagðist vera komin 11 vikur á leið. 

Fyrr á árinu tilkynnti hún um skilnað hennar og Ryan S. Anderson og viðurkenndi að vera byrjuð aftur með fyrrverandi unnusta sínum Ken Urker. 

Blanchard losnaði úr fangelsi eftir átta ár á bak við lás og slá þann 28. desember síðastliðinn. Morðmálið vakti mikla undr­un og at­hygli vest­an­hafs á sínum tíma og ekki síst fyr­ir þær sak­ir að móðir Blanchard var sögð hafa logið upp á dótt­ur sína og sagt hana þjást af fjölda kvilla, þá meðal ann­ars floga­veiki og hvít­blæði.

Streym­isveit­an Hulu gerði þætti um mæðgurn­ar und­ir nafn­inu „The Act“, en fyr­ir hlut­verk sitt í þátt­un­um sem móðir Blanchard hlaut leik­kon­an Pat­ricia Arqu­ette Emmy-verðlaun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda