Bieber-hjónin vita kyn barnsins

Justin Bieber og Hailey Bieber.
Justin Bieber og Hailey Bieber. AFP

Stjörnuhjónin Justin og Hailey Bieber greindu frá því í maí síðastliðnum að þau ættu von á sínu fyrsta barni saman og eru sögð vera í skýjunum með tilvonandi hlutverkið. 

„Samband Justins og Hailey Bieber hefur sennilega aldrei verið sterkara en þessa dagana en parið hefur verið önnum kafið við að undirbúa sig undir foreldrahlutverkið. Hailey geislar af hamingju og reynir að njóta hverrar stundar af meðgöngunni,“ segir heimildarmaður Us Weekly

Hann bætir við að Justin hefur verið algjörlega heillaður af Hailey og sýnt mikla ást til hennar. „Þau geta ekki beðið eftir þessum nýja spennandi kafla í þeirra lífi,“ segir hann.

Ætla ekki að opinbera kyn barnsins strax

Annar heimildarmaður segir að parið viti nú kyn barnsins en vilji ekki deila þeim upplýsingum strax. Hann segir einnig að Hailey líði vel þessa dagana þó að meðgangan hafi verið strembin, en hún er að leggja lokahönd á ýmis verkefni áður en hún tekur sér frí frá vinnuferðum. 

Þá segir hann Justin hafa staðið eins og klettur við Hailey en hann fór meðal annars með henni til New York-borgar nýverið þar sem hún kynnti nýjustu förðunarlínu sína Rhode. 

Sami heimildarmaður segir að Hailey hafi alltaf langað til þess að verða móðir og að hún sé í skýjunum með að þurfa ekki að leyna meðgöngunni lengur. 

Us Today

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda