„Maður upplifir alls konar tilfinningar“

Harpa Lind á tvö ung börn.
Harpa Lind á tvö ung börn. Ljósmynd/Aðsend

Samfélagsmiðlastjarnan Harpa Lind Hjálmarsdóttir er fjölskyldukona fram í fingurgóma og nýtur sín best í faðmi fjölskyldunnar. Hún á tvö ung börn með eiginmanni sínum, Sigþóri Gunnari Jónssyni, sem hún kynntist á fyrsta ári í Verkmenntaskólanum á Akureyri. 

Harpa Lind, sem byrjaði nýverið með hlaðvarpsþáttinn Sirpan, ritað með „i“ í stað „y“, ásamt eiginmanni sínum, varð móðir í fyrsta sinn 21 árs gömul og eignaðist sitt annað barn tveimur árum síðar. 

Hvernig leið þér þegar þú komst að því að þú værir ófrísk?

„Mér leið vel en ég viðurkenni alveg að hafa verið dálítið hrædd, sérstaklega í fyrsta skiptið. Fyrsta óléttan var ekki plönuð en ég var búin að tala um að vilja eignast barn árið 2020 enda epískt ártal. Ég var sett í janúar 2020 en frumburðurinn dreif sig í heiminn í árslok 2019.

Næsta barn var planað en óléttan kom okkur hjónum á óvart þar sem við misstum fóstur stuttu áður og áttum því ekki von á verða ófrísk þetta fljótt á eftir.“

Sigþór og Harpa Lind ásamt syni sínum.
Sigþór og Harpa Lind ásamt syni sínum. Ljósmynd/Aðsend

Hvernig gengu meðgöngurnar? 

Ég get ekki kvartað yfir neinu. Báðar meðgöngurnar gengu mjög vel. Í fyrra skiptið upplifði ég örlitla verki og eymli í grindarbotni þegar og ef ég reyndi of mikið á mig. Í seinni skiptið fann ég fyrir vott af meðgönguógleði.“

Hvað var erfiðast yfir þessa níu mánuði?

„Biðin og að geta ekki æft eins og ég er vön. Ég er menntaður einkaþjálfari og þurfti að aðlaga æfingarnar að óléttunni.“

Fannst þér meðgöngutímabilið líða hratt?

„Já og nei. Mér fannst tíminn standa í stað undir lokin, sérstaklega á seinni meðgöngunni.“

Hvernig gengu fæðingarnar?

„Báðar fæðingarnar gengu vel. Í fyrra skiptið gekk allt eins og í sögu. Ég fékk mænudeyfingu og var verkjalaus þar til ég hóf að rembast. Fæðingin tók um það bil 45 mínútur. Seinni fæðingin gekk mun hraðar fyrir sig og var einnig sársaukafyllri. Ég var með harðar og örar hríðar.“

Hvernig stóð makinn þinn sig á hliðarlínunni?

„Mjög vel. Í fyrra skiptið var ég svo heppin að hafa mömmu mína og tengdamömmu hjá mér en í seinna skiptið var Sigþór einn á hliðarlínunni og stóð sig eins og hetja. Hann gerði allt hvað hann gat til að hjálpa mér.“

Hjónin eru afar hamingjusöm.
Hjónin eru afar hamingjusöm. Ljósmynd/Aðsend

Hvernig leið þér að sjá barnið þitt í fyrsta sinn?

„Tilfinningin er ólýsanleg og ógleymanleg. Maður upplifir alls konar tilfinningar, fer allan tilfinningaskalann.“

Hvernig breyttist lífið eftir að þú varðst móðir?

„Lífið breyttist á alla vegu. Ég varð ábyrgðarfyllri, heimakærri og þroskaðist hratt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda