Ein farsælasta frjálsíþróttakona heims frá upphafi, Allyson Felix, mun opna fyrstu barnapössunina frá upphafi í ólympíuþorpinu á Ólympíuleikunum í París í sumar.
Felix er sjálf tveggja barna móðir, en hún keppti á sínum fimmtu Ólympíuleikum árið 2021 í Tókýó þegar fyrsta barn hennar var aðeins tveggja ára. Það reyndist henni erfitt að hugsa um barnið á sama tíma og keppnin fór fram en hún var hún undir mikilli pressu. Ólympíuþorpið var þá langt frá því að vera barnvænt.
Felix lagði hlaupaskóna á hilluna árið 2022 og ætlar nú að nýta reynslu sína til að bæta upplifun íþróttakvenna sem keppa á leikunum og eru með ung börn. Hún mun opna svæði í hjarta ólympíuþorpsins sem verður einungis tileinkað barnapössun en einnig verður boðið upp á leiksvæði þar sem mæður geta varið tíma með börnunum og gleymt keppnispressunni um stund.
Hún segir að þetta séu sterk skilaboð til kvenna sem sýni þeim að þær geta valið bæði móðurhlutverkið og keppt á stærsta íþróttavettvangi heims án þess að vera í ójafnvægi.
Felix mun mæta á leikana ásamt fjölskyldu sinni til að njóta íþróttaveislunnar í en þó í öðru ljósi en áður. Hún segist finna fyrir blendnum tilfinningum við undirbúning komu sinnar á fyrstu Ólympíuleikana í tvo áratugi þar sem hún er ekki á meðal keppanda.
„Ég finn fyrir smávegis missi og sorg en ég er líka spennt fyrir þessum nýja kafla,“ segir Felix.