Eitt uppeldisráð breytti öllu fyrir Kim Kardashian

Kim Kardashian er fjögurra barna móðir.
Kim Kardashian er fjögurra barna móðir. AFP/Angela Weiss

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var lengi vel ekki ströng móðir en nú er hún byrjuð að setja reglur sem margborgar sig. Kardashian á fjögur börn með fyrrverandi eiginmanni sínum, Kanye West. 

Kardashian fannst auðveldara að vera ekki með strangar reglur á heimilinu en nú er það breytt. „Ég trúi því ekki að það sé friður á heimilinu,“ sagði Kardashians í þættinum The Kardashians að því fram kemur á vef People

Kardashian segist allt hafa breyst þegar hún byrjaði að fara í ráðgjöf. Ráðgjafinn sagði henni að minnka skjátímann. Kardashian segir þetta hafi í raun verið einfalt ráð en það hafi verið erfitt að fylgja því þar sem að börnin myndu öskra og slást í heila viku þegar þeim yrði sagt að þau mættu ekki vera í símanum við matarborðið. 

„Ég var bara mjög mild af því að það var auðveldara fyrir mig,“ sagði Kardashian sem sagðist bara þurfa komast í gegnum erfiðu tímana þar sem börnin spurðu af hverju hún væri að breyta reglunum, af hverju þau mættu ekki vera með tækin alltaf á sér. 

Kim Kardashian.
Kim Kardashian. AFP/DIA DIPASUPIL
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda