Deilir uppáhaldssundlaugarleiknum sínum

Jennifer Garner elskar að leika sér í sundi með börnunum.
Jennifer Garner elskar að leika sér í sundi með börnunum. Samsett mynd

Stundum þarf skemmtun alls ekki að vera flókin, en leikkonan Jennifer Garner deildi nýverið sínum uppáhaldssundlaugarleik í myndbandi á samfélagsmiðlum. Þar nýtur hún sín með börnunum en það eina sem þarf í leiknum er sundlaug, sundgleraugu og skeiðar.

Leikurinn er afar einfaldur þar sem hver leikmaður nær í þrjár málmskeiðar sem eru á víð og dreif um sundlaugina á meðan skeiðklukka er í gangi. Sá sem finnur allar skeiðarnar á sem stystum tíma sigrar. 

„Þetta er besti leikurinn, við viljum endilega sýna ykkur hann!,“ segir hún í myndbandinu við lagið Mr. Blue Sky.

Fyrr í mánuðinum sagði leikkonan að hún væri komin með algjörlega nóg af því að vera í hlutverki sambandsráðgjafa fyrir fyrrverandi eiginmann sinn Ben Afleck og eiginkonu hans, Jennifer Lopez. Hún ákvað að stíga til hliðar og hætta að vera hluti af leikritinu sem samband þeirra virðist vera orðið. 

Garner hefur sannarlega tekist að halda fjarlægð frá ástarmálum fyrrverandi eiginmannsins enda er allar hennar fókus á að busla í sundlauginni með börnunum í sumarfríinu.

People

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda