Góð ráð til nýbakaðra mæðra

Móðurhlutverkið er margslungið.
Móðurhlutverkið er margslungið. Ljósmynd/Kelly Sikkema

Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir og svefnráðgjafi barna, birti á dögunum færslu á Instagram þar sem hún gaf góð ráð til nýbakaðra mæðra. 

„Að vera heima í fæðingarorlofi með nýfætt barn getur verið virkilega krefjandi tími. Þú ert með lítið barn sem þarf 100% á þér að halda og þú gefur allt þitt til, þess vegna er auðvelt að gleyma sínum eigin þörfum.

Það sem mér finnst mikilvægt á þessum tíma:

  • Að gera eitthvað sem eykur þína vellíðan, mjög mjög mikilvægt! Þarf ekki að vera flókið eða mikið, smá facial rútína, dekur sturta, setjast og anda inn og út í 5 mín, gera stutta heima æfingu ef þú ert komin þangað, fá þér eitthvað gott að borða.
  • Að fara aðeins út úr húsi getur gert mjög mikið fyrir mann. 
  • Varðandi svefn barnsins, gerðu það sem virkar til að róa og svæfa. Það er mjög hjálplegt ef barnið getur sofnað á hina ýmsu vegu, á brjóstinu, út frá ruggi, klappi, í rúminu með klappi eða höfuðstrokum, á ferðinni. 
  • Þegar þú vaknar við barnið á næturnar, hlustaðu eftir því hvort það er bara að rumska á milli svefnhringja eða gefa frá sér hljóð í svefni, eða hvort það sé svangt og þarf að drekka. Við viljum ekki trufla það ef það er sofandi,“ skrifar Hafdís í færslunni. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda