Svona viðheldur þú heilbrigðu sæði

Getty images

Larry Lipshultz, þvagfæralæknir og prófessor við Baylor Collage of Medicine-háskóla í Bandaríkjunum, segir viðhorfsbreytingar nauðsynlegar þegar par á í erfiðleikum með að eignast barn þar. Hann segir of oft einblínt á tilvonandi mæður. 

„Báðir foreldrar þurfa að koma í skoðun. Þegar ófrjósemi er annars vegar er ekki hægt að benda á neinn. Það ætti að horfa á þetta sem paravandamál í staðinn fyrir kvennavandamál eða karlavandamál,“ segir Lipshultz.

Frjósemi minnkar hjá báðum kynjum í kringum fimmtugt en þó á mismunandi hraða. Hjá konum gerist það heldur skyndilega þegar blæðingar hætta en hjá körlum dregur úr framleiðslu heilbrigðra sáðfrumna hægt og rólega.

Þættir sem hafa áhrif á frjósemi karla

Karlar í yfirþyngd geta átt erfiðara með að framleiða nóg af sæði. Oft skortir þá karlhormón en það má auka hormónin með því að koma þyngdinni í réttar horfur. Þar kemur gott matarræði og regluleg hreyfing sterkust inn. 

„Vandamálið með offituna er að fita umbreytir karlhormóninu testósteróni í kvenhormónið estrógen sem hefur slæm áhrif á sæðisframleiðslu,“ segir Baylor. 

Ekki er mælt með að karlar sem eru að huga að frjósemi taki inn testósterón í neinu formi. Karlar sem þurfa að taka inn testósterón ættu að vera undir stöðugu eftirliti hjá lækni.  

Karlar sem vilja verða feður ættu líka að forðast mikinn hita á eistun eins og frá símanum í vasanum, vera lengi í heita pottinum og hafa hitann á í bílsætinu. 

Farðu reglulega í tékk! 

Baylor segir áhyggjuefni hversu seint á ævinni karlar leiti í fyrsta skipti til þvagfæralæknis og að karlar sem hafi áhyggjur af ófrjósemi eigi ekki að hika við að fara í sæðisrannsókn. 

„Konur fara til kvensjúkdómalæknis á unglingsaldri, oftast vegna tilvika tengdra tíðahringnum, til að fá getnaðarvarnir og fleira,“ segir Lipshultz. „Karlar hitta sjaldnast þvagfæralækni reglulega og þegar þeir fara að finna fyrir einkennum tengdum vandamálum vegna æxlunar eða kynheilbrigðis almennt gæti það verið um seinan.“

U.S. News

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda