Hugrún Elvarsdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins, og knattspyrnumaðurinn Leifur Andri Leifsson, eignuðust stúlku þann 19. júlí síðastliðinn. Stúlkan er fyrsta barn parsins.
Parið tilkynnti gleðifregnirnar í sameiginlegri færslu á Instagram. „Litla stelpan okkar Hugrúnar ákvað að koma aðeins fyrr í heiminn föstudaginn 19.7.24 Ég er hrikalega stoltur af báðum mínum konum sem heilsast vel,“ skrifaði Leifur við fallega mynd af stúlkunni.
Leifur spilar með HK í Bestu deild karla í knattspyrnu og hefur verið fyrirliði og lykilmaður félagsins um langt árabil. Hugrún starfar sem verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins á samkeppnis- og efnahagssviði og er samhliða því varaformaður og verkefna- og fræðslustjóri hjá félaginu Ungar athafnakonur (UAK). Hugrún spilaði einnig fótbolta í efstu deild í tíu ár, en á ferli sínum lék hún með Stjörnunni, FH og ÍH.
Fjölskylduvefur mbl.is óskar þeim innilega til hamingju!